Persónuverndarstefna

Söfnun persónuupplýsinga

Englar og list gætir þess að allar persónuupplýsingar, sem safnað er, séu viðeigandi og nauðsynlegar fyrir tilgang vinnslunnar. Englar og list leggur áherslu á að persónuupplýsingar sem skráðar eru séu fengnar með skýrum og lögmætum tilgangi. 

Englar og list safnar upplýsingum:

  • Þegar þú heimsækir vefsíðu og skoðar innihald hennar
  • Þegar þú pantar og greiðir fyrir vöru
  • Þegar þú hefur samband í gegnum heimsíðu okkar eða með tölvupósti
  • Þegar þú heimsækir síður okkar í gegnum samfélagsmiðla 
  • Þegar þú hefur samband við okkur í gegnum samfélagsmiðla

Markmið okkar er að skrá aðeins og safna þeim lágmarksupplýsingum sem við þurfum til að sinna erindi þínu eða standa við þær skuldbindingar sem við höfum gagnvart þér, sama hvers eðlis það kann að vera. Teljir þú að söfnun okkar á persónuupplýsingum, svo sem í gegnum vefsíðu okkar, sé umfram það sem nauðsynlegt er, biðjum við þig um að gera okkur viðvart.


Notkun persónuupplýsinga

Vinnsla á persónuupplýsingum fer fram til samræmis við persónuverndarstefnu okkar. Vinnsla er skilgreind sem aðgerð þar sem persónuupplýsingar eru notaðar, þ.m.t. söfnun, skráning eða varðveisla upplýsinganna, ásamt aðgerð eða röð aðgerða þar sem unnið er með upplýsingarnar, þ.m.t. flokkun, breyting, heimt, notkun, miðlun, eyðing eða eyðilegging, sem og miðlun upplýsinganna til þriðja aðila. Með vinnsluaðila er átt við aðila sem vinnur persónuupplýsingar á vegum ábyrgðaraðila en ábyrgðaraðili er sá aðili sem ákveður tilgangi og aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga. 


Englar og list notar persónuupplýsingar:

  • Við vefstjórn og annað það sem fylgir því að halda úti vefsíðu okkar
  • Við flokkun og greiningu efnis á vefsíðunni
  • Við samanburðargreiningar í tengslum við notkun vefsíðunnar
  • Við greiningu og til að tryggja að öryggisráðstafanir okkar virki sem skyldi
  • Til að eiga samskipti við þig
  • Til að senda þér upplýsingar um þjónustu okkar og vörur
  • Til að halda utan um upplýsingar sem við koma viðskiptasambandi milli okkar
  • Við aðra vinnslu sem þörf krefur hverju sinni og heimil er samkvæmt lögum eða persónuverndarstefnu þessari

Meginreglur um vinnslu persónuupplýsinga

Við vinnslu persónuupplýsinga er fylgt eftir meginreglum persónuverndarlaga. Grundvöllur þess að okkur er heimilt að vinna persónuupplýsingar er meðal annars þessi: 

  • Tilgangur sé lögmætur
  • Til að uppfylla lagaskyldur hverju sinni
  • Til að uppfylla skyldur okkar samkvæmt skilmálum í samningum okkar

Englar og list gætir þess að persónuupplýsingar séu:
a) Unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti.
b) Fengnar í skýrt tilgreindum, lögmætum og málefnalegum tilgangi.
c) Nægilegar, viðeigandi og takmarkast við það sem nauðsynlegt er miðað við tilganginn með vinnslunni.
d) Áreiðanlegar og uppfærðar (ef nauðsyn krefur).
e) Varðveittar á því formi að ekki sé unnt að persónugreina skráða einstaklinga lengur en þörf er á miðað við tilgang vinnslunnar (þ.e. geymslutakmörkun).
f) Unnar með þeim hætti að viðeigandi öryggi persónuupplýsinganna sé tryggt, þ.m.t. vernd gegn óleyfilegri eða ólögmætri vinnslu og gegn glötun, eyðileggingu eða tjóni fyrir slysni, með viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum.
g) Eingöngu miðlað til annarra landa ef fullnægjandi verndarráðstafanir eru til staðar.
h) Gerðar aðgengilegar hinum skráða einstakling og hán gert kleift að beita rétti sínum hvað persónuupplýsingar hans varðar. 


Varðveisla persónuupplýsinga:

Englar og list geymir persónuupplýsingar einungis eins lengi og nauðsynlegt er miðað við tilgang varðeislunnar, sem og vinnslu þeirra og ákvæði samninga, nema lög krefjist þess að slíkar upplýsingar séu varðveittar í lengri tíma Þá eru gerðar viðeigandi ráðstafanir til að eyða öllum persónuupplýsingum, sem ekki er lengur þörf á í samræmi við viðeigandi lög, verkferla og stefnu Engla og list. Tengiliðaupplýsingar (til dæmis í póstlistum) eru geymdar þar til viðkomandi hefur afskráð sig af póstlistanum eða óskar eftir því að við eyðum tengiliðaupplýsingunum.


Markaðsmál og markpóstur

Þegar okkur er skylt samkvæmt lögum að óska eftir samþykki þínu til að geta afhent þér markaðsefni, munum við aðeins afhenda þér markaðsefnið hafir þú veitt okkur slíkt samþykki. Gerist þú áskrifandi að efni okkar færðu sjálfkrafa tölvupóst þegar við höfum birt efnið á heimasíðu eða í fréttabréfum. Þú getur hvenær sem er óskað eftir afskráningu af póstlistum okkar. 

 

Aðgangur að upplýsingum

Okkur ber skylda til að geyma upplýsingar sem við söfnum um þig á skipulagðan hátt. Þá ber okkur einnig skylda til að leiðrétta rangar upplýsingar ef við verðum þeirra vör. Engin kerfisbundin yfirferð er til staðar á því hvort allar upplýsingar, sem safnast í gegnum vefsíður okkar, séu á hverjum tíma réttar. Ef upplýsingar skyldu reynast rangar tökum við ekki ábyrgð á því. 


Ef þú hefur spurningar um upplýsingarnar sem við geymum um þig eða vilt að við leiðréttum eftir atvikum rangar eða úr sér gengnar upplýsingar, vinsamlegast hafðu þá samband við okkur. Við munum verða við beiðni þinni, að því gefnu að uppfyllt séu öll lagaskilyrði og engin lögbundin undantekningarregla eigi við. 

Þegar persónuupplýsingar þínar eru til vinnslu hjá Englar og list átt þú rétt á:

  • Að óska eftir afriti af gögnum okkar um þig
  • Að óska eftir að við uppfærum upplýsingar um þig eða leiðréttum ófullkomnar eða rangar upplýsingar um þig
  • Að óska eftir að við deilum upplýsingunum um þig eða takmörkum vinnslu þeirra
  • Að mótmæla vinnslu okkar á upplýsingunum, eða
  • Að afturkalla samþykki þitt fyrir vinnslu okkar á persónuupplýsingum, svo lengi sem vinnslan er ekki byggð á lagagrundvelli og/eða samningsbundnum ákvæðum. 

Óskir þú eftir að nýta rétt þinn til ofangreinds, vinsamlegast hafðu samband við okkur í gegnum tölvupóst á englaroglist@englaroglist.com. Við áskiljum okkur rétt til að taka þóknun fyrir því að verða við beiðni frá þér, sé slíkt heimilt í gildandi lögum. 

Einstaklingar hafa jafnframt rétt á því að andmæla vinnslu og leggja fram kvörtun til Persónuverndar. 

Shopping Cart